Um KMÍ
Á döfinni

12.8.2020

Fjöldi íslenskra mynda á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi

Fjöldi íslenskra kvikmynda á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða sýndar og kynntar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi dagana 14. – 21. ágúst.

Myndirnar Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Síðasta veiðiferðin eftir Örn Marinó Arnarsson og Þorkel S. Harðarson verða sýndar sem hluti af Nordic Focus dagskrá hátíðarinnar.

Þá munu myndirnar, Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson, Band: This is not a band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur og Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur  taka þátt í svokölluðum „Verk í vinnslu“ dagskrárlið hátíðarinnar.

Á Norræna samframleiðslu markaðnum verða síðan myndirnar Leynilögga eftir Hannes Halldórsson og Missir eftir Ara Alexander og Friðrik Þór kynntar.