Um KMÍ
Á döfinni

26.8.2019

Flateyjargátan tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Flateyjargátan eftir Björn B. Björnsson er tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna fyrir besta leikna sjónvarpsefni. 20 þáttaraðir frá 16 Evrópulöndum eru tilnefndar að þessu sinni. Verðlaunaafhendingin fer fram þann 11. október í Potsdam í Þýskalandi. Prix Europa verðlaunin eru ein þau stærstu sinnar tegundar í Evrópu og tilnefningin því mikill heiður.

Árið 2016 vann þáttaröðin Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks verðlaunin fyrir leikið sjónvarpsefni. Þáttaröðin var fyrsta íslenska þáttaröðin til að hljóta þann heiður en nokkrum árum áður hafið danska og sænska þáttaröðin Brúin unnið til þessara sömu verðlauna.

Þáttaröðin Flateyjargátan er landsmönnum kunnug en hún var sýnd á RÚV í nóvember or desember á síðasta ári og fjallar um Norrænufræðinginn Jóhönnu sem grunuð er um morð árið 1971 og til að sanna sakleysi sitt og bjarga sér undan skuggum fortíðar þarf hún að leysa Flateyjargátuna sem fólgin er í fornu handriti.

Flateyjargátan

Sagafilm og Reykjavík Films framleiddu þættina en Sky Vision sér um sölu og dreifingu erlendis.