Um KMÍ
Á döfinni

26.3.2021

Góði hirðirinn og Humarsúpa valdar til þátttöku á Visions du Réel heimildamyndahátíðinni

Heimildamyndirnar Góði hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Humarsúpa eftir Rafa Molés og Pepe Andreu hafa verið valdar til þátttöku á heimildamyndahátíðinni Visions du Réel, sem fer fram dagana 15. - 25. apríl í stafrænu formi. 

Góði hirðirinn verður frumsýnd alþjóðlega á hátíðinni undir flokknum „International Medium Length & Short Film“. Helga Rakel Rafnsdóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, og er hún jafnframt framleiðandi hennar fyrir framleiðslufyrirtækið Skarkali.  

SpareParts__1.71.1JPGÁ landi Þorbjörns Steingrímssonar við Ísafjarðardjúp eru hátt í 600 bílhræ. Góði hirðirinn veltir upp spurningum um manneskjuna, umhverfi og fagurfræði. Myndin er sería af lifandi póstkortum frá afskekktum stað sem sumir sjá sem ævintýraland á meðan aðrir býsnast yfir draslinu.

Með alþjóðlega sölu og dreifingu Góða hirðisins fer RainaFilm Festival Distribution.


Humarsúpa mun vera sýnd á hátíðinni undir flokknum „Grand Angle“. Myndin er spænsk/íslensk/litháísk samframleiðsla og er leikstýrt af Rafa Molés og Pepe Andreu og skrifuð af Rafa Molés, PepeAndreu, Ólafi Rögnvaldssyni og Arunas Matelis.

AlliandIcelandmap3001

Humarsúpa segir frá litla veitingastaðnum á bryggjunni sem er sálin í þorpinu, athvarf gamalla sjómanna, músíkanta og menningarvita. Þegar erlendir ferðamenn uppgötva staðinn og streyma að til að upplifa stemninguna, kaupa fjárfestar reksturinn og færa út kvíarnar. Þá er spurning hvort sálin í Bryggjunni fylgi með.

Með alþjóðlega sölu og dreifingu fer Wide