Um KMÍ
Á döfinni

5.12.2023

Heimildamynd Yrsu Rocu Fannberg styrkt af Eurimages

Heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar, í leikstjórn Yrsu Rocu Fannberg, er á meðal kvikmyndaverkefna sem hljóta styrk í þriðju úthlutun Eurimages á árinu. Veitt er úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári til samframleiðsluverkefna.

Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.

Myndin hlýtur styrk upp á 48 000 evrur. Alls eru 29 verkefni í fullri lengd styrkt að þessu sinni, þar af 7 heimildamyndir og 3 teiknimyndir. Heildarúthlutun nemur 8.130.000 evrum.

Í fréttatilkynningu Eurimages segir að af þessum 29 samframleiðsluverkefnum er 14 leikstýrt af konum, eða um 46.9% af heildarúthlutun.

Eftirtalin verk voru styrkt að þessu sinni:

  • Butterfly - Itonje Søimer Guttormsen (Noregur) - €385 000
    (Noregur, England, Þýskaland, Svíþjóð)
  • Climate in Therapy - Nathan Grossman (Svíþjóð) - €70 000 
    (Svíþjóð, Noregur) Heimildamynd
  • Cuba & Alaska - Iegor Troianovskyi (Úkraína) - €150 000
    (Frakkland, Belgía, Úkraína) Heimildamynd
  • Drowning Dry - Laurynas Bareiša (Litáen) - €150 000
    (Litáen, Lettland)
  • Everytime - Sandra Wollner (Austurríki) - €380 000
    (Austurríki, Þýskaland)
  • From Dawn to Dawn - Xisi Sofia Ye Chen (Spain) - €80 000
    (Spánn, Frakkland) Leikið / Heimildamynd
  • Gavagai - Ulrich Köhler (Þýskaland) - €340 000
    (Þýskaland, Frakkland)
  • Girl in the Clouds - Philippe Riche (Frakkland) - €500 000 
    (Frakkland, Belgía) Teiknimynd
  • House of Stairs - Wi Ding Ho (Malasía) - €400 000
    (Kanada, Frakkland, Belgía)
  • I'll Be Gone in June - Katharina Rivilis (Þýskaland) – €300 000
    (Þýskaland, Sviss)
  • Last Letters from my Grandma - Olga Lucovnicova (Belgía) - €150 000
    (Belgía, Rúmenía, Holland, Moldova) Heimildamynd
  • Like Any Other Mortal - Maria Molina Peiró (Holland) - €50 000 
    (Holland, Spánn) Heimildamynd
  • Love Exposed - Filip Remunda (Tékkland) - €100 000 
    (Tékkland, Slóvakía) Heimildamynd
  • Nightborn - Hanna Bergholm (Finnland) - €475 000
    (Finnland, Litáen, Frakkland)
  • Once Upon a Time in Gaza - Arab Nasser (Frakkland), Tarzan Nasser (Frakkland) - €350 000
    (Frakkland, Þýskaland, Portúgal)
  • Reedland - Sven Bresser (Holland) - €225 000
    (Holland, Belgía)
  • Rose - Markus Schleinzer (Austurríki) - €450 000
    (Austurríki, Þýskaland)
  • Sidi Kaba and the Gateway Home - Rony Hotin (Frakkland) - €382 000 Animation
    (Frakkland, Þýskaland, Lúxemborg, Belgía)
  • Silent Friend - Ildikó Enyedi (Ungverjaland) - €500 000 (Þýskaland, Frakkland, Ungverjaland)
  • Skateboarding is not for Girls - Dina Duma (Norður-Makedónía) - €350 000 (Norður Makedónía, Belgía, Slóvenía)
  • The Answer is Land - Elle Sofe Sara (Noregur) - €330 000
    (Noregur, Finnland, Svíþjóð)
  • The Captive - Alejandro Amenábar (Spánn) - €500 000
    (Spánn, Ítalía)
  • The Ground Beneath Our Feet - Ysra Roca Fannberg (Ísland) - €48 000
    (Ísland, Pólland) Heimildamynd
  • The Last Nomads - Biljana Tutorov (Serbía), Peter Glomazic (Serbía) - €150 000
    (Serbía, Frakkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Belgía) Heimildamynd
  • The Light of Aisha - Shadi Adib (Þýskaland) - €450 000
    (Spánn, Þýskaland) Teiknimynd
  • The Moon is a Father of Mine - George Ovashvili (Georgía) - €118 000
    (Georgía, Þýskaland, Lúxemborg, Búlgaría, Tékkland)
  • The Mysterious Gaze of the Flamingo - Diego Céspedes (Síle) - €139 000
    (Frakkland, Síle, Belgía, Spánn)
  • Year of the Widow - Veronika Liskova (Tékkland) - €240 000
    (Tékkland, Slóvakía, Króatía)
  • Yellow Letters - Ilker Çatak (Þýskaland) - €368 000
    (Þýskaland, Frakkland)

Eurimages er sjóður sem starfar á vegum Evrópuráðsins og veitir styrki til samframleiðslu evrópskra kvikmynda og heimildamynda í fullri lengd. Ísland hefur verið þátttakandi í sjóðnum síðan 1992 og hafa fjölmargar íslenskar kvikmyndir hlotið styrki úr sjóðnum. Síðast var kvikmynd í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar styrkt um 150.000 evrur.