Um KMÍ
Á döfinni

20.7.2020

Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA

Hildur Guðnadóttir hlaut nú á dögunum sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin fór fram þann 17. júlí með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hildur Guðnadóttir hefur sópað til sín verðlaunum að undanförnu og þar ber hæst að nefna Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker og braut hún þar með blað í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. 

Hildur hefur einnig unnið til BAFTA verðlauna fyrir tónlist sína í myndinni Joker sem og Critics‘ Choice og Golden Globe fyrir sömu mynd. Þá hlaut hún Emmy og Grammy verðlaun fyrir tónlist sína í Chernobyl.


Photo credit: Nick Agro / ©A.M.P.A.S.