Um KMÍ
Á döfinni

27.1.2020

Hildur Guðnadóttir hlýtur Grammy verðlaunin fyrir Chernobyl

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur sigurgöngu sinni áfram, en í gærkvöld vann hún til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlist sína í í stuttseríunni Chernobyl. Verðlaunin eru í flokki tónlistar fyrir myndræna miðla. 

Tónlist þáttanna er sögð bæði ómstríð, drungaleg og ægifögur og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og almennings. Hildur segir að hvert einasta hljóð í tónlistinni komi úr kjarnorkuverinu og leitaði hún þá í kjarnorkuverið í Litháen þar sem þættirnir voru teknir upp fyrir innblástur og upptökur fyrir tónlist sína.

Nú þegar hefur Hildur unnið til Emmy-verðlaunanna fyrir tónlistina í Chernobyl, auk þess sem hún vann til Golden Globe-verðlaunanna og Critics' Choice-verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker

Ennfremur er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlaunanna og BAFTA- verðlaunanna fyrir tónlistina í Joker. BAFTA-verðlaunahátíðin fer fram 2. febrúar og Óskarsverðlaunahátíðin viku seinna, þann 9. febrúar.


©Rune Kongsro