Um KMÍ
Á döfinni

19.6.2019

Horizon Nord óskar eftir umsóknum - vinnustofa fyrir ungt fólk á Iceland Documentary Film Festival

Vinnustofan Horizon North, sem fer fram í tengslum við Iceland Documentary Film Festival, miðar að því að tengja ungt fólk frá Norðurlöndum sem hefur það sammerkt að hafa áhuga á heimildamyndagerð og hvernig hana megi nýta til að nálgast umhverfið í kringum okkur.

Leitað er að þremur íslenskum þátttakendum á aldrinum 16-25 ára sem eru
tilbúnir að sinna verkefninu dagana 17.-21. júlí. Þátttakendur munu
vinna í sameiningu að þróun heimildamyndaverkefna undir handleiðslu
innlendra og erlendra kvikmyndagerðarmanna. Þátttakendur verða alls 20
talsins frá fjórum Norrænum löndum. Gisting, passi á hátíðina og
uppihald er innifalið.

Verkefnin verða kynnt áhorfendum á IceDocs sem fer fram á Akranesi. Hægt er að sækja um með því að senda tölvupóst á icedocs@icedocs.is og umsóknarfrestur er 26. júní.