Um KMÍ
Á döfinni

13.5.2020

Hvítur, hvítur dagur vinnur aðalverðlauna á D'A Film Festival Barcelona

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur hvítur dagur, vann um helgina aðalverðlaunin Talents prize á kvikmyndahátíðinni D'A Film Festival Barcelona á Spáni. Hátíðin var haldin í stafrænu formi dagana 30. apríl - 10. maí. Hvítur, hvítur dagur hefur nú unnið til samtals fimmtán alþjóðlegra verðlauna síðan hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes á síðasta ári.

Í umsögn um verðlaunin segir:The Talents prize is awarded to directors with fewer than three features in their filmography. The 10,000 euros in prize money goes to a thriller with an existential air that has been one of the biggest sensations of the recent Icelandic movie scene. The jury admired its “accurate, emotional portrayal of rage in the midst of the ice. A film that is full of ideas, and a piece of powerful yet intimate cinema.”

Hvítur, hvítur dagur er skrifuð og leikstýrð af Hlyni Pálmasyni og framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Með alþjóðlega sölu og dreifingu fer New Europe Film Sales og Sena sér um dreifingu hennar hérlendis. 

Allar nánari upplýsingar um D'A Film Festival Barcelona og verðlaunin er að finna á heimasíðu hátíðarinnar