Um KMÍ
Á döfinni

11.4.2019

Iceland Documentary Film Festival - umsóknarfrestur rennur út 20. apríl

Iceland Documentary Film Festival er ný alþjóðleg heimildamyndahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn á Akranesi dagana 17. -21. júlí. Áætlað er að um 100 nýjar heimildamyndir frá öllum heimshornum verði sýndar á hátíðinni í ár, auk þess sem boðið verður upp á fjölda sérviðburða.

Opnað var fyrir umsóknir í september á síðasta ári, en frestur til að sækja um rennur út 20. apríl. Hátíðin tekur við myndum sem gerðar voru 2017 eða síðar, en er þó skilyrði að myndir sem sækja um hafi ekki verið sýndar opinberlega hér á landi, að undanskildum þeim myndum sem sýndar verða á Skjaldborgarhátíðinni í ár. 

Hátíðin mun bæði sýna stuttar heimildamyndir og heimildamyndir í fullri lengd og það kostar ekkert fyrir íslenskar myndir að sækja um.

Nánari upplýsingar varðandi hátíðina og umsóknarferli má finna hér .