Um KMÍ
Á döfinni

30.1.2020

Ingvar E. Sigurðsson verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Premiers plans d'Angers

Ingvar E. Sigurðsson vann til verðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason á kvikmyndahátíðinni Premiers plans d'Angers sem fór fram í Angers í Frakklandi dagana 17. - 26. janúar.

Ingvar hefur nú unnið til 4 verðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni síðan hún var heimsfrumsýnd í Critics' Week hluta hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes, þar sem Ingvar vann til Rising Star verðlaunanna. 

Þá hlaut Ingvar einnig verðlaun fyrir besta leikarann á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu, Rúmeníu og á kvikmyndahátíðinni Festival du nouveau cinema í Montréal, Kanada. Að auki var Ingvar tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2019 í flokki leikara í aðalhlutverki.

Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. Myndin er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina Premiers plans d'Angers má finna á heimasíðu hátíðarinnar.