Um KMÍ
Á döfinni
  • Scanorama

29.10.2020

Íslenskar kvikmyndir sýndar á Scanorama hátíðinni í Litháen

Þrjár íslenskar myndir verða sýndar á Scanorama kvikmyndahátíðinni sem fer fram dagana 4. – 15. nóvember í Litháen.

Kvikmyndirnar Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson heitinn og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson verða sýndar sem hluti af flokknum „News from the North“ sem sýnir úrval kvikmynda frá Norðurlöndum. 

Að auki verður heimildamyndin  Humarsúpa sýnd sem hluti af dagskránni „New in Lithuanian Film“ sem sýnir ný verkefni eftir litháíska framleiðendur eða leikstjóra, en Humarsúpa er spænsk/íslensk/litháísk samframleiðsla. 

Hægt er að kynna sér dagskrá Scanorama hátíðarinnar hér