Um KMÍ
Á döfinni

16.11.2018

Íslenskar kvikmyndir sýndar á Scanorama hátíðinni í Litháen

Sex íslenskar myndir verða sýndar á Scanorama kvikmyndahátíðinni sem fer fram dagana 8. – 25. nóvember.

Þrjár þeirra eru sýndar í almennri dagskrá. Þær eru Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vargur  eftir Börk Sigþórsson.

Hinar þrjár eru í sérstökum flokki sem nefnist „Northern Retro“ og verða sýndar í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Þær eru Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson og  Nói albinói og The Good Heart eftir Dag Kára.

Hægt er að kynna sér dagskrána hér