Um KMÍ
Á döfinni

18.11.2019

Íslenskur kvikmyndafókus á kvikmyndahátíðinni í Glasgow

Kvikmyndahátíðin í Glasgow mun koma til með að halda sérstakan íslenskan kvikmyndafókus á næsta ári, dagana 26. febrúar - 8. mars. Sýndar verða bæði leiknar kvikmyndir og heimildamyndir. Þegar nær dregur að hátíðinni mun endanleg dagskrá íslenska fókussins vera staðfest, en eftirfarandi sex myndir hafa nú þegar verið staðfestar: 

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, 2019

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson, 2019

Gargandi snilld eftir Ara Alexander Ergis Magnússon, 2005

Héraðið eftir Grím Hákonarson, 2019

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, 2019

Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg, 2019

Nánari upplýsingar um kvikmyndahátíðina í Glasgow má finna á heimasíðu hátíðarinnar.