Um KMÍ
Á döfinni

24.6.2019

Íslenskur kvikmyndafókus í La Rochelle í Frakklandi

Þrettán íslenskar kvikmyndir verða sýndar sem hluti af sérstökum íslenskum kvikmyndafókus á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í La Rochelle í Frakklandi, sem mun fara fram dagana 28. júní – 7. júlí.

Kvikmyndafókusinn, sem ber heitið Du Côté de L'Islande, einblínir á röð íslenskra kvikmynda sem endurspegla íslenskt samfélag og tengsl mannsins við bæði náttúruna og dýrin.

Myndirnar þrettán sem verða sýndar á fókusnum eru eftirfarandi:

Djúpið, Baltasar Kormákur (2012)

Eldfjall, Rúnar Rúnarsson (2011)

Fúsi, Dagur Kári (2015)

Hjartasteinn, Guðmundur Arnar Guðmundsson (2016)

Hross í oss, Benedikt Erlingsson (2013)

Hrútar, Grímur Hákonarson (2015)

Hvítur, hvítur dagur, Hlynur Pálmason (2019)

Kona fer í stríð, Benedikt Erlingsson (2018)

Reykjavík Rotterdam, Óskar Jónsson (2008)

Skrapp út, Sólveig Anspach (2008)

Sumarlandið, Grímur Hákonarson (2010)

Vetrarbræður, Hlynur Pálmason (2017)

Þrestir, Rúnar Rúnarsson (2015)

 

Nánari upplýsingar um alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í La Rochelle má finna hér