Um KMÍ
Á döfinni

27.4.2020

Úttekt á kvikmynda- og sjónvarpsgreininni - tölur frá Hagstofu Íslands fyrir SÍK

Hagstofa Íslands hefur tekið saman tölur á kvikmynda- og sjónvarpsgreininni fyrir Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK). Þar kemur m.a. fram að greinin veltir að meðaltali 27,2 milljörðum á ári og að útflutningstekjur á tímabilinu 2014 - 2018 voru 15,1 milljarður króna. Framlög ríkisins á sama tímabili til Kvikmyndasjóðs og í endurgreiðslur voru samanlagt um 9,9 milljarðar króna.

Þá sýna tölur Hagstofunnar einnig að 1.806 manns hafi að meðaltali verið starfandi við iðnaðinn á mánuði á tímabilinu 2014 - 2019. Þar af voru 1.189 launþegar.  

Hér má sjá kynningu SÍK á tölum Hagstofunnar í heild sinni.