Um KMÍ
Á döfinni

14.1.2024

Kvikmyndamiðstöð auglýsir stöðu og fjármála- og skrifstofustjóra

Kvikmyndamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða einstakling með faglegan styrk, metnað, frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfni til að stýra verkefnum á sviði fjármála og rekstrar og stjórnsýslu.

Fjármála- og skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi, rekstri og fjármálum stofnunarinnar auk þess að taka þátt í mótun verklags og umbóta í innri ferlum og starfsháttum á skrifstofu. Mikilvægt er að viðkomandi geti mótað starfshætti sem uppfylla kröfur vandaðrar stjórnsýslu um leið og veitt er framúrskarandi þjónusta. Um fullt starf er að ræða.

Um Kvikmyndamiðstöð Íslands:
Kvikmyndamiðstöð Íslands gegnir lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagn til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti. Kvikmyndamiðstöð Íslands leggur áherslu á lifandi og skemmtilegt starfsumhverfi með möguleika á aðkomu að fjölbreyttum og spennandi verkefnum tengdum stuðningi við kvikmyndir. Starfsfólk starfsstöðvar Kvikmyndamiðstöðvarinnar er 8 talsins.

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Kvikmyndamiðstöð Íslands er vinnustaður sem leggur áherslu á jafngildi og hvetur áhugasöm til að sækja um óháð kyni, aldri, uppruna eða aðstæðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.