Um KMÍ
Á döfinni

24.8.2018

Kvikmyndamiðstöð auglýsir laus störf

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir störf kvikmyndaráðgjafa og starf á skrifstofu stofnunarinnar.

Kvikmyndaráðgjafar

Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa staðgóða þekkingu eða reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð meðan á ráðningartíma stendur.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi frá viðurkenndum kvikmyndaskóla eða hafa a.m.k. 3ja ára  starfsreynslu af einhverri af lykilstöðum í kvikmyndagerð. Krafist er góðrar íslensku- og enskukunnáttu, auk þess er kunnátta í einu norðurlandamáli kostur.  Mikilvægt er að kvikmyndaráðgjafar hafi góða samskiptahæfileika.

Um tímabundna ráðningu er að ræða og ráðningartími nemur allt að tveimur árum í senn. Um hlutastarf getur verið að ræða.

Starf á skrifstofu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

Eins auglýsir Kvikmyndamiðstöð skrifstofustarf í lifandi alþjóðlegu umhverfi. Leitað er að ábyrgum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem getur unnið jafnt sjálfstætt sem og með öðru fólki. Starfssvið viðkomandi er: 

  • Kynning, söfnun og miðlun upplýsinga
  • Umsjón með vefsíðum og gagnagrunnum á vegum stofnunarinnar og þróun vefsvæða
  • Uppsetning og söfnun upplýsinga fyrir útgáfu kynningarefnis
  • Verkefnastýring á ýmsum viðburðum sem stofnunin kemur að
  • Ýmis tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynlsa og hæfni í textagerð ásamt afbragðsgóðri íslensku- og enskukunnáttu
  • Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði og sveigjanleiki
  • Áhugi á menningu og íslenskum kvikmyndum kostur
  • Reynsla og áhugi af vefstjórnun æskileg
  • Reynsla af viðburðarstjórn kostur

Umsóknarfrestur er til og með 10. september. 

Hagvangur tekur á móti umsóknum og nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur  má finna á vef Hagvangs