Um KMÍ
Á döfinni

30.6.2020

Kvikmyndin Dýrið selst vel víða um Evrópu

Nýverið fjallaði Variety um íslensku kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson þar sem Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin. Myndin er framleidd af Hrönn Kristinsdóttur og Söru Nassim fyrir framleiðslufyrirtækið Got o Sheep. Meðframleiðendur koma síðan frá Svíþjóð og Póllandi.

Dýrið sem ber alþjóðlega titilinn Lamb var nýlega á Cannes kvikmyndamarkaðnum. New Europe Film Sales fer með sölu á alheimsvísu og hefur gengið frá samningum um dreifingu myndarinnar í Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Niðurlöndum, Ungverjalandi, Tékklandi, Austurríki, Danmörku, Sviss, Slóvakíu og fyrrum löndum Júgóslavíu, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Dýrið segir af Maríu og Ingvari sem búa á afskekktum sveitabæ. Þegar Lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik. Valdimar leikstjóri skrifaði handritið í samvinnu við Sjón.

Hér má sjá frétt Variety, „Noomi Rapace Supernatural Drama „Lamb“ Sells Across Euorpe“