Um KMÍ
Á döfinni
  • LaFMFavourites1

20.10.2020

Last and First Men eftir Jóhann Jóhannsson tilnefnd til Arab Critics verðlaunanna

Last and First Men, tilraunamynd eftir Jóhann Jóhannsson heitinn, er á meðal 22 evrópskra kvikmynda sem tilnefndar eru til Arab Critics verðlaunanna sem European Film Promotion (EFP) og Arab Cinema Center (ACC) standa fyrir. Verðlaunaafhendingin mun fara fram á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Kaíró í desember næstkomandi. 

Last and First Men var leikstýrt af Jóhanni og byrjaði sem kvikmynda- og tónverk byggt á samnefndri vísindaskáldsögu eftir Olaf Stapledon og fjallar um mannkyn framtíðar. Verkið var frumflutt með lifandi tónlist á Manchester Festival árið 2017. Myndin var heimsfrumsýnd í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín sem fór fram dagana 20. febrúar - 1. mars. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety, IndieWire, Cineuropa, Screendaily og The Playlist.

Allar nánari upplýsingar um The Arab Critics' Awards for European Films má finna hér

European Film Promotion voru stofnuð árið 1997 og eru samtök 38 evrópskra kvikmyndastofnana sem leggja áherslu á að kynna og markaðssetja evrópskar kvikmyndir og listamenn um heim allan. Markmið EFP eru að auka sýnileika evrópskra kvikmynda á alþjóðlegum lykilhátíðum og mörkuðum með því að standa fyrir athyglisverðum viðburðum fyrir fjölmiðla, greinina og almenning og að skapa evrópskum kvikmyndagerðarmönnum sem greiðastan aðgang að völdum hátíðum og mörkuðum á alþjóðlega vísu.