Um KMÍ
Á döfinni

2.4.2024

Laufey Guðjónsdóttir hlýtur heiðursverðlaun Stockfish

Laufey Guðjónsdóttir fær heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Stockfish 2024.

Heiðursverðlaun Stockfish eru veitt fyrir afburðarframlag til kvikmyndagerðar. Með þeim vill hátíðin veita fagfólki sem hefur skarað fram úr, hvort sem er á sviði fræða, framleiðslu, dreifingu, kynningu eða kvikmyndahátíða, viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu kvikmyndaiðnaðarins. 

Laufey var forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands frá 2003, þegar hún var sett á fót og byggði hana upp á mótunarárum. Hún lét af störfum eftir 20 ár í starfi, árið 2023. Áður starfaði hún sem dagskrárstjóri á RÚV. Laufey er með yfir 30 ára reynslu að baki í fjármögnun kvikmynda og sjónvarpsefnis, kaupum á sjónvarpsefni, framleiðslu, dagskrárgerð, kvikmyndakynningum, gangsetningu og stjórnun stórra menningarverkefna. Hún hefur einnig verið fulltrúi margra alþjóðlegra samtaka á sviði kvikmynda, fjölmiðla, lista og annarra skapandi greina. 

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram 4.-14. apríl í Bíó Paradís.