Um KMÍ
Á döfinni

13.3.2017

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. 

Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.

Starfandi listamenn, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 29. mars nk. 

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu List fyrir alla, www.listfyriralla.is.