Um KMÍ
Á döfinni

26.11.2019

Lof mér að falla vinnur til verðlauna í Finnlandi

Lof mér að falla eftir Baldvin Z var valin besta mynd unga fólksins á Oulu barna- og unglingamyndahátíðinni. Hátíðin fór fram dagana 18. - 24. nóvember í Finnlandi. 

Í umsögn dómnefndar segir: „The decision was not easy. The winner of the youth film competition is a masterfully shot movie, that used music and sound extremely well as a part of storytelling. This movie has a story which was a dramatic and realistic telling of real events and wasn't scared to ask important questions. This movie is LET ME FALL.“ 

Nánari upplýsingar um Oulu barna- og unglingamyndahátíðina má finna á heimasíðu hennar.