Um KMÍ
Á döfinni

23.11.2023

Mælt fyrir breytingu á kvikmyndalögum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001, þriðjudag 21. nóvember. Um er að ræða endurflutning frá síðasta löggjafarþingi.

Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að breytingarnar sem ráðherra mælti fyrir feli í sér að lagt sé til að komið verði á laggirnar nýjum styrkjaflokki innan Kvikmyndasjóðs sem ætlað er að veita styrki til umfangsmikilla sjónvarpsþáttaverkefna.

Tillagan er í samræmi við áherslur og aðgerðir í kvikmyndastefnu til ársins 2030 og miðar að því að stuðla að fjölbreyttri kvikmyndamenningu sem styrki sjálfsmynd þjóðarinnar og efli íslenska tungu.

Tilkynninguna má lesa í heild á vef Stjórnarráðsins.