Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_

2.8.2017

Málstofa um alþjóðlega samframleiðslu í Bíó Paradís 18. ágúst

Föstudaginn 18. ágúst mun fara fram málstofa á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands þar sem fyrirlesararnir Anders Kjærhauge og Peter Billie munu fara yfir mikilvægustu atriði samningsgerðar og áætlana um tekjur af fjárfestingu framleiðenda. Noemi Ferrer, yfirmaður alþjóðlegu deildar Dönsku kvikmyndastofnunarinnar mun stýra umræðum. 

Anders Kjærhauge er framkvæmdastjóri danska framleiðslufyrirtækisins Zentropa ásamt því að vera yfir lögfræðisviði fyrirtækisins. Hann mun fjalla um helstu atriði sem huga þarf að þegar gerðir eru alþjóðlegir samframleiðslusamningar.
Peter Billie er forstjóri European Collection Agency og mun m.a. fjalla um samsetningu fjármögnunar með áherslu á að tekjur skili sér til framleiðenda með hagstæðum hætti. 

Málstofan er ætluð þeim sem hafa þegar stigið sín fyrstu skref í alþjóðlegri samframleiðslu kvikmynda og vilja auka þekkingu sína á lagalegum hliðum alþjóðlegrar samframleiðslu. 

Málstofan fer fram í Bíó Paradís frá kl. 9.30- 16.30. Ítarlegri upplýsingar um dagskrá má finna hér. Þátttökugjald er kr. 5.000 og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig með tölvupósti á sigridur@kvikmyndamidstod.is fyrir 15. ágúst.

Vakin er athygli á því að hámarksfjöldi þátttakanda eru 12 manns. Fari skráning yfir þann fjölda verður valið úr umsóknum eftir reynslu þátttakenda af alþjóðlegri samframleiðslu.