Um KMÍ
Á döfinni

22.3.2021

Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir drög að menningarstefnu til ársins 2030

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt drög að menningarstefnu fram til ársins 2030 þar sem fjallað er um fjölbreyttar hliðar lista og menningararfs. Stefnunni er ætlað að nýtast stjórnvöldum og Alþingi við frekari umræðu, stefnumótun á afmörkuðum sviðum og ákvarðanatöku auk þess að vera leiðarljós þeirra aðila sem standa að lista- og menningarstarfi um allt land.

Hagaðilar og almenningur er hvattur til að kynna sér drögin í samráðsgáttinni og gefa umsögn um málið, en frestur er til 2. apríl 2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast.

Sjá nánar hér Menningarstefna í samráðsgátt