Um KMÍ
Á döfinni

9.2.2018

Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur til breytingar á kvikmyndalögum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að frumvarpi sem kveður á um breytingar á kvikmyndalögum nr. 137/2001, einkum vegna nýrra leiðbeinandi regla frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um ríkisaðstoð til kvikmynda og annarra hljóð- og myndmiðlunarverka. Þá eru aðrar breytingar sem nauðsynlegar þykja í ljósi reynslu af beitingu laganna.

Drögin að frumvarpinu eru eitt af málum sem er að finna undir nýrri samráðsgátt, sem ráðuneytið hefur nýlega opnað. Nánari upplýsingar er að finna undir máli nr. 1/2018 í samráðsgáttinni.

Í samráðsgáttinni er hægt að senda inn umsagnir í gegnum Ísland.is og stendur samráðið yfir til 19. febrúar 2018. Markmið samráðsgáttarinnar er að auka gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila.