Um KMÍ
Á döfinni

13.8.2020

Myndin Bergmál hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gimli í Kanada

Kvikmyndin Bergmál í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hlaut fyrir skemmstu sérstök dómnefndar verðlaun á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Gimli í Kanada.

Eru þetta sjöttu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunin sem Bergmál hlýtur síðan að myndin var heimsfrumsýnd og vann til sinna fyrstu verðlaun í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Locarno.

Bergmál er ljóðræn kvikmynd um íslenskt samfélag í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Framleiðendur eru Lilja Ósk Snorradóttir, Live Hide og Rúnar Rúnarsson.