Um KMÍ
Á döfinni

17.12.2019

Nanna Kristín Magnúsdóttir tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir Pabbahelgar

Nanna Kristín Magnúsdóttir er tilnefnd til verðlauna fyrir besta handrit sjónvarpsþáttaraða á Norðurlöndunum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Pabbahelgar

Verðlaunin veitir Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) og er Nanna Kristín á meðal fimm handritshöfunda sem tilnefndir eru. Verðlaunin verða veitt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 29. janúar 2020.

Pabbahelgar, sem er leikstýrð af Nönnu Kristínu og Marteini Þórssyni, er sex þátta sjónvarpssería sem var frumsýnd á RÚV þann 6. október síðastliðinn.  Þáttaröðin fjallar um Karen, 38 ára hjónabandsráðgjafa og þriggja barna móður, sem stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvert hún vill stefna með líf sitt þegar hún kemst að því að eiginmaður hennar hefur verið henni ótrúr. Það versta sem hún getur hugsað sér eru svokallaðar pabbahelgar.

Hér má lesa nánar um verðlaunin.