Um KMÍ
Á döfinni

29.6.2017

Noget eftir Björk verðlaunað á Cannes Lions

Noget - starfrænt sýndarveruleikamyndband Bjarkar vann til fyrstu verðlauna, Grand Prix, á Cannes Lions í flokknum stafræn iðn (Digital Craft). 

Myndbandið er hluti af sýningu Bjarkar, Björk digital sem sett hefur verið upp víða um heim. Leikstjórar myndbandsins eru þeir Nick Thornton Jones og Warren Du Preez. Listræn stjórn er í höndum Bjarkar og listamannsins Jerry Melchoir.

Cannes Lion - International Festival of Creativity er alþjóðleg verðlaunahátíð þar sem að keppt er í skapandi nálgum á stafræna miðla og auglýsingar. Fjöldi þátttakanda frá hátt í 100 löndum koma saman og er hún mikilvægur þáttur í stefnumörkun innan geirans. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar og er þetta 6. árið í röð sem hún er haldin.