Um KMÍ
Á döfinni

3.2.2021

Sýningarröðin Nordic Women in Film: 2. febrúar - 4. mars

Sýningarröðin Nordic Women in Film stendur yfir frá 2. febrúar - 4. mars í stafrænu formi. Í hverri viku verður einni norrænni kvikmynd streymt og í kjölfarið efnt til Q&A og pallborðsumræðna. Hver vika einkennist af ákveðnu þema þar sem rödd kvenna í kvikmyndaðinaðinum er höfð að leiðarljósi.

Fyrsta vikan ber heitið Boundless Art, Boundless Success þar sem kvikmyndin Tove eftir Zaida Bergroth, (Finland, 2020) verður streymt. Þann 3. febrúar fóru fram pallborðsumræður sem eru aðgengilegar öllum. Silja Hauksdóttir, leikstjóri og handritsshöfundur, tók þátt í pallborðsumræðunum í viku 1 sem má sjá í spilaranum hér að neðan.

Í viku 5, frá 2. - 4. mars, mun kvikmyndinni Andið Eðlilega eftir Ísold Uggadóttur vera streymt fyrir Ameríku undir þemanu Borders & Boundaries. Q&A og pallborðsumræður, þar sem Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndaklippari mun meðal annars taka þátt, munu fara fram þann 3. mars. 

Hér má nálgast skráningu fyrir viðburðinn sem er opin öllum. 

Nordic Women in Film - BOUNDLESS ART, BOUNDLESS SUCCESS /Q&A and Conversation

Hér má sjá dagskrá Nordic Women in Film í heild sinni.