Um KMÍ
Á döfinni

17.9.2020

Norðurlöndum býðst tækifæri til að horfa á norrænar heimilda- og stuttmyndir á Nordisk Panorama streymisveitunni

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hefst í dag og fer fram að mestu leiti í stafrænu formi frá 17.-27. september. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.

Norðurlöndunum býðst tækifæri til að skrá sig frítt í streymikerfi hátíðarinnar þar sem fjöldi heimilda- og stuttmynda er í boði fyrir almenning. 

Íslenskar myndir sem munu keppa til verðlauna á hátíðinni eru eftirfarandi: 

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg keppa um „Best Nordic Documentary“ verðlaunin og eru alls 14 norrænar heimildamyndir sem keppa um titilinn og 11.000€ verðlaunafé.

Stuttmyndin Lokavals eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur valin til þátttöku á Nordic Shorts“ og er hún á meðal 22 norrænna stuttmynda sem keppa um 6.000€ verðlaunafé. Auk þess er sigurmyndin gjaldgeng í tilnefningu á stuttmyndahluta Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Heimildamyndirnar Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon og hin breska Thinking About the Weather eftir Garðar Þór Þorkelsson voru valdar til keppni um björtustu vonina (Best New Nordic Voice). Hálfur Álfur  og Thinking About the Weather eru á meðal 18 stuttmynda sem keppa um 5.000€ verðlaunafé.

Þá tekur stuttmyndin Já-fólkið þátt í Young Nordics hluta hátíðarinnar, þar sem yngstu áhorfendurnir sjá um að velja eina af þrettán myndum sem vinningsmynd flokksins.  

Hér má nálgast streymisveitu Nordisk Panorama hátíðarinnar ásamt nánari upplýsingum.