Um KMÍ
Á döfinni

7.4.2017

Nordisk Panorama óskar eftir umsóknum - umsóknarfrestur til 1. maí

Nordisk Panorama kvikmyndahátíðin óskar eftir umsóknum fyrir keppnir sínar og Nordisk Panorama Market. Nordisk Panorama fer fram í Malmö í Svíþjóð frá 21. til 26. september. Heimildamyndir og stuttmyndir eru gjaldgengar sem fyrr og eru umsóknarfrestir sem hér segir:

Keppnir Nordisk Panorama:
Myndir fullkláraðar árið 2016: 15. febrúar
Myndir fullkláraðar árið 2017: 1. maí

Nordisk Panorama Market:
Myndir fullkláraðar árið 2016: 1. maí
Myndir fullkláraðar árið 2017: 1. ágúst

Á heimasíðu Nordisk Panorama er að finna umsóknareyðublöð og reglugerðir vegna umsókna.

Nordisk Panorama er stærsti norræni vettvangurinn fyrir heimildamyndir og stuttmyndir. Hátíðin er ávallt vel sótt og gefst þátttakendum tækifæri til að mynda ómetanleg tengslanet við erlenda kollega sína ásamt því að hafa aðgengi að ýmsu öðru fagfólki á við fjármögnunaraðila og dreifingaraðila.

Á hátíðinni er einnig að finna ýmis námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði og samkomur.