Um KMÍ
Á döfinni

7.3.2017

Norræn kvikmyndahátíð hefst 8. mars 2017

Norræn kvikmyndahátíð hefur verið haldin í Norræna húsinu síðan 2012 og fer hátíðin fram 8. til 15. mars. Markmið hátíðarinnar er að  kynna breitt úrval vandaðra kvikmynda, heimildarmynda og stuttmynda frá Norðurlöndunum. Fjölmargir viðburðir fylgja völdum myndum í ár, nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norræna hússins.


Samstarfsaðilar hátíðarinnar eru sendiráð Norðurlandana á Íslandi, Norðurlönd í fókus og AALTO bistro.

Frítt er inn á hátíðina. Allar myndirnar eru með enskum texta. Frímiðar fást á tix og við innganginn.