Um KMÍ
Á döfinni

18.10.2023

Myndir Hlyns Pálmasonar vinna til verðlauna í Frakklandi og á Spáni

Myndir Hlyns Pálmasonar unnu á dögunum til þrennra verðlauna á kvikmyndahátíðum í Frakklandi og á Spáni.

Volaða land, nýjasta kvikmynd leikstjórans, var valin besta myndin á vestrahátíðinni Almeria Western Film Festival á Spáni og aðalleikari hennar, Elliot Crosset Hove, var um leið valinn besti leikarinn. Elliot var viðstaddur hátíðina og tók á móti verðlaununum.

Stuttmynd Hlyns, Hreiður, hlaut svo dómnefndarverðlaun á stuttmyndahátíðinni Un Festival C'est Trop Court í Frakklandi.

Myndirnar voru báðar frumsýndar 2022 og hafa verið sýndar á mörgum af helstu kvikmyndahátíðum heims og unnið til fjölda verðlauna.