Um KMÍ
Á döfinni

23.2.2024

Natatorium frumsýnd á Íslandi

Kvikmyndin Natatorium verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, 23. febrúar. 

Myndin segir frá ungri stúlku sem dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið.

https://www.youtube.com/watch?v=B9vcFwM0u_M

Myndin var heimsfrumsýnd fyrir skemmstu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam og hefur verið valin til sýninga á South by Southwest-hátíðinni í Bandaríkjunum.

Leikstjóri og handritshöfundur er Helena Stefánsdóttir. Helstu leikarar eru Ilmur María Arnarsdóttir, Elin Petersdottir, Stefanía Berndsen, Valur Freyr Einarsson, Jónas Alfreð Birkisson, Arnar Dan Kristjánsson og Kristín Pétursdóttir. Framleiðandi er Sunna Guðnadóttir hjá Bjartsýn Films.