Um KMÍ
Á döfinni

27.1.2020

Nýr dagur í Eyjafirði valin besta norræna stuttmyndin á Minimalen

Nýr dagur í Eyjafirði eftir Magnús Leifsson var kjörin besta norræna stuttmyndin á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi. Hátíðin fór fram dagana 21. - 26. janúar, en alls voru 44 myndir tilnefndar, 21 frá Noregi og samtals 23 frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Svíþjóð. 

Í rökstuðningi dómnefndar segir:

A work that has a novel story structure that makes its ending unpredictable. Impressively, the film manages to elicit empathy for an initially unsympathetic protagonist, delivering a conclusion with a strong emotional impact.

Nýr dagur í Eyjafirði vann Edduverðlaunin á seinasta ári og hverfist um Aron, karlmann á fertugsaldri, og hvernig hann tekst á við lífið eftir erfiða lífsreynslu með því að máta sig við staðalímyndir og karlmannlegar klisjur. Berskjölduðum tilfinningum og viðkvæmni er teflt saman við texta á mörkum skynjunar og hugsýna.

Magnús Leifsson leikstýrir og skrifar handritið að myndinni sem er byggð á samnefndu ljóði eftir Halldór Laxness Halldórsson. Framleiðendur myndarinnar eru Ada Benjamínsdóttir, Árni Þór Jónsson og Lárus Jónsson hjá Republik Film. Með aðalhlutverk í myndinni fer Sveinn Ólafur Gunnarsson.  

Allar nánari upplýsingar um Minimalen Short Film Festival má finna á heimasíðu hátíðarinnar.