Um KMÍ
Á döfinni
  • KMI_logo_171203

12.3.2019

Nýr samframleiðslusamningur við Tyrkland staðfestur af Alþingi

Fríverslunarsamningur milli EFTA ríkjanna (Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss) og lýðveldisins Tyrklands var staðfestur af Alþingi 20. febrúar síðastliðinn.

Hluti þess samnings tiltekur skuldbindingar ríkjanna þegar kemur að samframleiðslu kvikmynda þar sem lögmæt stjórnvöld hvers ríkis á sviði kvikmyndamála ábyrgjast að samþykkja kvikmyndaverk í þróun sem samframleiðsluverkefni og veita aðgang að innlendu sjóðakerfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Kvikmyndamiðstöð Íslands fer með framkvæmd þessara mála fyrir Íslands hönd.

Þannig getur fjárhagsleg skuldbinding aðila í samframleiðslusamstarfi numið á bilinu 20 til 80% fyrir hvert samframleiðsluverkefni (eða á bilinu 10% til 90% í sérstökum tilvikum).

Hér má sjá samninginn í heild sinni.