Um KMÍ
Á döfinni

29.7.2020

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þemalagið í sjónvarpsþáttaröðinni Defending Jacob. Lag hans er eitt sex laga sem tilnefnd eru í flokki frumsaminna titillaga. Þá samdi Atli Örvarsson aðra tónlist í þáttaröðinni sem er leikstýrt af Morten Tyldum.

Ólafur á farsælan feril að baki, en hann hefur gefið út átta hljómplötur og samið tónlist fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarp. Árið 2014 hlaut Ólafur BAFTA-verðlaun fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch. 

Til stendur að Emmy-verðlaunin verði veitt þann 20. september næstkomandi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um snið hátíðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins.

Defending Jacob