Um KMÍ
Á döfinni

23.2.2018

Opnar umsóknir um framleiðslustyrki eftir kyni

Með það fyrir augum að halda áfram umræðu um konur í kvikmyndagerð birtir KMÍ hér tölur um opnar umsóknir um framleiðslustyrki sem eru nú til umfjöllunar hjá kvikmyndaráðgjöfum stofnunarinnar og á eftir að svara formlega. Eins og í fyrri tölfræðisamantektum KMÍ taka tölurnar til lykilstaða í kvikmyndagerð og er skipt eftir kyni. Lykilstöðurnar sem um ræðir eru þrjár: framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri. Tölurnar ná utan um alíslenskar framleiðslur, meirihlutaframleiðslur og minnihlutaframleiðslur.

Þar sem einungis er um tölulegar upplýsingar að ræða er rétt að benda á að sömu aðilar kunna að standa að fleiri en einni umsókn, sem vert er að hafa í huga þegar úthlutanir eru skoðaðar í lok árs.

Hér að neðan er að finna töflur fyrir hverja tegund kvikmynda, sem eru leiknar kvikmyndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildamyndir og stuttmyndir.

Tafla 1. Leiknar kvikmyndir í fullri lengd – 12 opnar umsóknir (þar af tvær umsóknir um eftirvinnslustyrki)

  Framleiðandi Handritsh. Leikstjóri
KK 5 10 9
KVK 2 2 3
Teymi KK og KVK 5 0 0

 

Tafla 2. Leikið sjónvarpsefni – 5 opnar umsóknir

  Framleiðandi Handritsh. Leikstjóri
KK 2 1 2
KVK 0 2 2
Teymi KK og KVK 3 2 1

 

Tafla 3. Heimildamyndir – 14 opnar umsóknir

  Framleiðandi Handritsh. Leikstjóri
KK 2 6 9
KVK 7 6 5
Teymi KK og KVK 5 2 0

 

Tafla 4. Stuttmyndir – 4 opnar umsóknir

  Framleiðandi Handritsh. Leikstjóri
KK 3 2 2
KVK 0 2 2
Teymi KK og KVK 1 0 0