Um KMÍ
Á döfinni

8.7.2020

Ormhildur the Brave valin á Cartoon Forum

Ormhildur the Brave eftir Þóreyju Mjallhvíti hefur verið valin á Cartoon Forum sem fer fram dagana 14. - 17. september í Toulouse, Frakklandi.  

Cartoon Forum gefur framleiðendum tækifæri til að verða sér úti um fjármögnun fyrir verkefni sín ásamt því að kynna verkefnin fyrir fagaðilum í kvikmyndaiðnaðinum frá allt að 40 löndum.

Ormhildur the Brave er teiknuð sjónvarpsþáttaröð í vinnslu sem leikstýrt er af Þóreyju Mjallhvíti og framleiðendur eru Heather Millard og Þórður Jónsson. Framleiðslufyrirtæki eru Compass Films (IS), Hausboot (CZ), PFX (CZ), GS Animation (PL)

Um þáttaröðina: 

Árið er 2038, Jöklar heimsins hafa bráðnað og landið er skorið í eyjar. Undan jöklunum skríðu þjóðsagnarverur og óvættir. Í þessum veðraða heimi býr hin unga og ólíklega hetja Ormhildur.

Allar nánari upplýsingar um Cartoon Forum má finna hér