Um KMÍ
Á döfinni

13.11.2018

Örnámskeið í handritagerð í boði fyrir stelpur á menntaskólaaldri

HANDRITASMIÐJA

Hvernig skrifar maður kvikmyndahandrit? Hefurðu áhuga á kvikmyndagerð en veist ekki hvar þú átt að byrja? Stelpur skjóta í samstarfi við WIFT og Kvikmyndaklasann bjóða upp á örnámskeið í handritagerð fyrir stelpur á menntaskólaaldri í nóvember og desember 2018.

UMSÓKNIR

Vinsamlegast fylltu út þetta eyðublað: https://bit.ly/2PNXXBh

KOSTNAÐUR

Þessi tveggja daga handritasmiðja kostar 15.000 kr.

Dætur WIFT meðlima og fyrri þátttakendur Stelpur skjóta fá 25% afslátt.

Einnig er hægt að sækja um stuðning frá WIFT fyrir nemendagjöld - vinsamlegast sendu tölvupóst á wiftworkshops@gmail.com

KENNARI

Ása Helga Hjörleifsdóttir (Svanurinn), handritshöfundur og leikstjóri mun sjá um handritasmiðjuna. 

DAGSKRÁ

DAGUR 1

laugardagur 24/11/2018 kl. 11:00-15:00

Hvernig skrifar maður sögu? Hvað felst í góðri sögu? Hvernig skrifum við sögu í myndum (kvikmynd)? Allt þetta verður skoðað og rætt, og þá sérstaklega með tilliti til stuttmyndaformsins, en við munum skoða þó nokkrar ólíkar stuttmyndir yfir daginn. Persónusköpun verður tekin fyrir og verkefni dagsins er að skapa persónu sem nemendur skrifa síðan handrit í kringum. Persónur kynntar fyrir hópnum. Fyrirbærið „treatment“ (ítarlegur söguþráður fyrir kvikmynd) er kynnt. 

DAGUR 2

laugardagur 08/12/2018 kl. 11:00-15:00

Treatment sem skrifuð voru á milli námskeiðsdaga eru rædd og endurbætt með aðstoð kennara. Kennsla á handritaforritið Celtx, sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu. Nemendur byrja að skrifa handritin sín upp í Celtx. Við lok námskeiðs eiga nemendur að hafa öðlast nægilega þekkingu á forminu til þess að geta haldið áfram að skrifa handritin sín sjálfstætt.