Um KMÍ
Á döfinni

29.1.2020

Sólveig Anspach verðlaunin verða veitt 30. janúar 2020 í Bíó Paradís

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðandans Zik Zak. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku og íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar.

Þetta er fjórða verðlaunahátíðin og dómnefndin, þar sem Sjón situr í forsæti, heiðrar þrjár stuttmyndir á frönsku og þrjár stuttmyndir á íslensku.

Eftir sýningu á stuttmyndunum verður verðlaunagripurinn 2020 afhentur leikstjóra bestu stuttmyndarinnar á íslensku og leikstjóra bestu stuttmyndarinnar á frönsku.

Boðið verður upp á léttar veitingar að kvöldi loknu.

Kvöldið verður í Bíó Paradís. Ókeypis aðgangur.