Um KMÍ
Á döfinni

24.9.2019

RIFF kvikmyndahátíð fer fram dagana 26. september - 6. október

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram dagana 26. september - 6. október næstkomandi. 

Hátíðin stendur yfir í ellefu daga og býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar.

Hinn fjölhæfi og virti franski kvikmyndaleikstjóri Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í ár og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Meðal þeirra sem hlotið hafa þá viðurkenningu undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. 

Claire Denis hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACDverðlauná Cannes fyrir mynd sína Un beau soleil intérieur. Auk þess sat hún í dómnefnd stuttmynda á Cannes hátíðinni í ár.

Fjöldi mynda verður sýndur á hátíðinni en aðalverðlaun hennar er Gyllti lundinn og tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd.

Meira um hátíðina og dagskrána má finna hér