Um KMÍ
Á döfinni

2.10.2019

RIFF TALKS í Norræna húsinu

FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 KL. 16:00-19:00 

NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE

RIFF TALKS eru erindi frá fagaðilum sem náð hafa árangri í kvikmyndagerð og er tilbúið að deila því með öðrum hvað þarf til þess. RIFF Talks er í anda TED Talks, en einblína á kvikmyndagerð. Hvert spjall er flutt af sérfræðingum sem eru með yfirsýn yfir málefnið, puttann á púlsinum og átta sig á nýjustu straumum og stefnum í kvikmyndagerð samtímans. Fyrirlestrunum er ætlað að fræða og örva skapandi fólk til athafna og aðgerða, hvetja ráðandi fólk til að hugsa og vonandi virka þeir sem innblástur fyrir fólk í bransanum. Til viðbótar við RIFF TALKS verða opnar umræður.

Fyrirlesarar: Katja Adomeit (framleiðandi), Zeina Abi Assy (höfundur
og listamaður), Nanna Kristín Magnúsdóttir (leikkona og kvikmyndagerðarmaður), Davíð Óskar Ólafsson (leikstjóri og framleiðandi), Þórður Pálsson (leikstjóri) og Ómar Ragnarsson (verðlaunaður RIFF 2019 Green Puffin).

Ísold Uggadóttir (leikstjóri/handritshöfundur) stjórnar umræðum.  

Opnar umræður: Gabor Greiner (söluaðili) og Jakub Duszynski (einn af forsetum Europa Distribution).

Sætapláss er takmarkað en skráning fer fram hér.  

Boðið verður uppá léttar veitingar í lok spjallsins fyrir gesti og þátttakendur.