Um KMÍ
Á döfinni

9.10.2019

RVK Feminist Film Festival óskar eftir umsóknum

Þann 16. til 19. janúar 2020 mun ný alþjóðleg kvikmyndahátíð - RVK Feminist Film Festval – líta dagsins ljós. Hátíðin verður haldin í Bíó Paradís og Icelandair Hótel Reykjavík Marina.

Hátíðin óskar eftir umsóknum í stuttmyndakeppni hátíðarinnar „Systir“

Stuttmyndirnar verða að vera leikstýrðar af konum og þær mega ekki fara yfir 30 mín.

Hægt er að senda inn myndir í gegnum Filmfreeway síðu hátíðarinnar https://filmfreeway.com/RVKFemFilmFest

Stuttmyndasamkeppni hátíðarinnar – „Systir“ veitir verðlaun fyrir bestu erlendu stuttmyndina og bestu íslensku stuttmyndina.

RVK Feminist Film Festival er kvikmyndahátíð fyrir alla. Boðskapur hátíðarinnar er einfaldur; jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda og því verða einungis sýndar kvikmyndir eftir kvenleikstýrur. Hátíðin á að skapa rými fyrir konur í kvikmyndabransanum til að tengjast, hvetja til umræðna og samvinnu og koma kvikmyndum eftir kvenleikstjóra meira á framfæri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar http://rvkfemfilmfest.is/

Netfang: rfff@rvkfemfilmfest.is