Um KMÍ
Á döfinni

29.7.2020

Sigurjón Sighvatsson skipaður formaður kvikmyndaráðs

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt átta manna kvikmyndaráð, frá 2020-2023. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, er formaður ráðsins. Samkvæmt kvikmyndalögum er kvikmyndaráð stjórnvöldum og Kvikmyndamiðstöð Íslands til ráðgjafar um málefni kvikmynda og gerir tillögur til ráðherra um stefnu og markmið opinberra aðgerða á sviði kvikmyndalistar.

„Sem listgrein stendur kvikmyndagerð á tímamótum. Hér á landi hefur mótast burðug atvinnugrein sem stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð. Árangurinn er staðfestur með vaxandi fjölda tilnefninga og þátttöku íslenskra kvikmynda á virtum hátíðum um allan heim. Fleiri íslenskir leikstjórar og höfundar feta inn á nýjar og ótroðnar slóðir og okkur er ljúft og skylt að tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir íslenska kvikmyndagerð til að vaxa og dafna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ráðherra skal skipa átta fulltrúa í kvikmyndaráð til þriggja ára í senn, formann án tilnefningar, en hina sjö samkvæmt tilnefningum eftirtalinna:

Félags leikskálda og handritshöfunda, Félags kvikmyndagerðarmanna, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Félags kvikmyndahúsaeigenda, Bandalags íslenskra listamanna og Félags íslenskra leikara. Varamenn eru skipaðir með sama hætti. 

Kvikmyndaráð er nú þannig skipað:

Sigurjón Sighvatsson, formaður, skipaður án tilnefningar.

Margrét Örnólfsdóttir, varaformaður, tilnefnd af Félagi leikskálda og handritshöfunda.

Anna Þóra Steinþórsdóttir, tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðarmanna.

Lilja Ósk Snorradóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda - SÍK.

Ragnar Bragason tilnefndur af Samtökum kvikmyndaleikstjóra.

Lilja Ósk Diðriksdóttir tilnefnd af Félagi kvikmyndahúsaeigenda.

Bergsteinn Björgúlfsson tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna.

Birna Hafstein tilnefnd af Félagi íslenskra leikara.

Varamenn eru:

Auður Edda Jökulsdóttir skipuð án tilnefningar.

Elva Sara Ingvarsdóttir tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðamanna.

Kristinn Þórðarson tilnefndur af Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda – SÍK.

Ása Helga Hjörleifsdóttir tilnefnd af Samtökum kvikmyndaleikstjóra.

Þorvaldur Árnason tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda.

Sigríður Rósa Bjarnadóttir tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna.

Hjálmar Hjálmarsson tilnefndur af Félagi íslenskra leikara.

Huldar Breiðfjörð tilnefndur af Félagi leikskálda og handritshöfunda.