Um KMÍ
Á döfinni

4.6.2020

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda óskar eftir umsóknum

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um Verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí - 3. ágúst 2020. Hægt er að sækja um fyrir Íslandsfrumsýningu á heimildamyndum í hvaða lengd sem er eða kynningu á verki í vinnslu. 

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2020

Hátíðin er vettvangur fyrir frumsýningu íslenskra heimildamynda. Umhverfið, gestirnir og heimamenn hafa í gegnum árin skapað aðstæður sem mynda einstakt andrúmsloft og samveru. Hátíðin leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda en þannig stuðlar hún að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar