Um KMÍ
Á döfinni

18.2.2021

Stafrænir fyrirlestrar dagana 2. – 4. mars á vegum Scandinavian Films

Þrír stafrænir fyrirlestrar munu fara fram dagana 2. – 4. mars samhliða Kvikmyndamarkaðinum í Berlín (European Film Market) sem fer fram í stafrænu formi þetta árið. Scandinavian Films, samtök kvikmyndastofnanna á Norðurlöndunum, standa fyrir fyrirlestrunum en Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að samtökunum. Wendy Mitchell, norrænn tengiliður og ritstjóri hjá Screen International, mun stýra fyrirlestrunum þar sem þáttakendur fá að kynnast evrópskum fagaðilum í kvikmyndageiranum. 

Fyrsti fyrirlesturinn fer fram þann 2. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma þar sem fjallað verður um þann ávinning sem felst í farsælli samframleiðslu. Rætt verður m.a. við framleiðendur um landslagið á komandi árum og lykilinn að góðu samstarfi. 

Þann 3. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma verður umræðuefni dagsins barna- og fjölskyldumyndir. Fjallað verður um hvers kyns barnamyndir eru vinsælar nú á tímum og hvernig hægt sé að standa uppúr og ná til áhorfendahópsins.

Þriðji og síðasti fyrirlesturinn, sem fer fram þann 4. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma, fjallar um alþjóðlega sölu kvikmynda. Farið verður yfir þá þætti sem ber að hafa í huga þegar unnið er með alþjóðlegum sölufyrirtækjum, líkt og að finna rétta aðilann. Að auki verður breytt hátíðarlandslag skoðað og hvernig það hefur haft áhrif á sölu kvikmynda. 

Allar nánari upplýsingar um hvern fyrirlestur fyrir sig og skráningu sem er ókeypis má finna á tenglunum hér fyrir neðan.


Webinar_620x250-1

Þriðjudagur, 2. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma - Skráning hér

How are producers and funders thinking about the smartest and most successful co-productions for 2021 and coming years? Experts talk about the benefit of tapping into financial incentives as well as finding the right creative collaborators. Producers offer practical advice from recent and upcoming high-profile co-productions including Flee, Triangle of Sadness and Daniel.

Speakers:
Liselott Forsman
, CEO, Nordisk Film & TV Fond (Finland)
Mike Goodridge, founder and producer, Good Chaos (UK)
Monica Hellström, producer, Final Cut for Real (Denmark)
Gudny Hummelvoll, producer, Hummefilm, and president, European Producers Club (Norway)
Riina Sildos, founder and producer, Amrion Productions (Estonia)


Webinar_620x250-2

Miðvikudagur, 3. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma - Skráning hér

Children's and family films, both live action and animation, have been audience favourites for years at the box-office. Now youth films are also much in demand on digital platforms. The experts address what kinds of kids' films are the hottest sellers, what are the trends in storytelling for children, and what are the secrets for how these films cut through the noise to reach their target audience (and their parents).

Speakers:
Linda Hambäck, director and founder, LEE Film (Sweden)
Venla Hellstedt, partner and producer, Tuffi Films (Finland)
Solveig Langeland, founder and Managing Director, Sola Media (Germany)
Maryanne Redpath, Head of Berlinale Generation (Germany)
Kirstine Vinderskov, Channel Editor, Nordisk Film (Denmark)


Webinar_620x250-3

Fimmtudagur, 4. mars kl. 10:00 að íslenskum tíma - Skráning hér

What do producers need to know about working with international sales companies -- how do you find the right fit for your film and how do you best work with your sales agent throughout the process? What kinds of projects are selling well in 2021, and how can sellers create buzz with debut features by unknown talents? How is the changing festival landscape of 2021 and beyond impacted sales?

Speakers:
Wendy Bernfeld, founder and CEO, Rights Stuff (Netherlands)
Rikke Ennis, founder and CEO, REinvent (Denmark)
Signe Leick Jensen, producer and co-founder, Toolbox Film (Denmark)
Heather Millard, Head of International Productions & Financing, Compass Films (Iceland)
Jan Naszewski, founder and CEO, New Europe Film Sales (Poland)