Um KMÍ
Á döfinni

15.9.2017

Stuttmyndin Munda tilnefnd til aðalverðlauna í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá

Stuttmynd Tinnu Hrafnsdóttur, Munda , hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá

Kvikmyndahátíðin í Varsjá er með virtustu kvikmyndahátíðum í heiminum og er því um mikinn heiður að ræða fyrir aðstandendur myndarinnar. Hátíðin fer fram í október og mun Tinna fylgja myndinni eftir. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar handritið en Guðrún S. Gísladóttir og Sigurður Sigurjónsson leika aðalhlutverkin. 

Myndin verður frumsýnd hér heima á kvikmyndahátíðinni RIFF og er því um alþjóðlega frumsýningu myndarinnar að ræða í Varsjá. Þar á eftir fer myndin til Frakklands þar sem hún mun keppa á hinni virtu Brest European Short Film Festival hátíðinni. RÚV hefur þegar keypt sýningarréttinn á myndinni. Framleiðandi er Freyja Filmwork.

Á síðasta ári sigraði Tinna hugmyndasamkeppni á vegum Shorts TV á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hugmyndina að MUNDU