Um KMÍ
Á döfinni

16.10.2017

Sumarbörn frumsýnd

Sumarbörn, fyrsta kvikmynd Guðrúnar Ragnarsdóttur í fullri lengd, var frumsýnd fyrir þremur fullum sölum í Bíó Paradís fimmtudaginn 12. október. Myndin fór í almennar sýningar þann 13. október og er nú sýnd í Bíó Paradís, Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói á Akureyri.

Sumarbörn segir frá systkinunum Eydísi og Kára, sem eru send til sumardvalar á afskekkt barnaheimili vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir og skrifar handritið að Sumarbörnum. Myndin er framleidd af Önnu Maríu Karlsdóttur og Hrönn Kristinsdóttur fyrir Ljósband og meðframleidd af Egil Ødegård fyrir norska framleiðslufyrirtækið Filmhuset Fiction. Ásgrímur Guðbjartsson stýrði kvikmyndatöku og Davíð Alexander Corno klippti myndina. Kira Kira og Hermigervill sömdu tónlist myndarinnar. Í aðalhlutverkum eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.